Menu

Ráðstafanir vegna samkomubanns - Opnunartími Sporthússins helst óbreyttur

Næstkomandi 4 vikur hafa eftirfarandi ráðstafanir verið gerðar:

• Opnunartími Sporthússins helst óbreyttur
• Fjöldatakmörkun verður í alla sali og rými miðað við 2 m svigrúm á milli manna.

• Tilkynningar hafa verið settar upp við öll rými þar sem tilgreindur er hámarksfjöldi í tilteknu rými.
• Hóptímar haldast óbreyttir en fjöldatakmörkun í þá er eftir tilsettum reglum.
• Í tækjasal viljum við biðja viðskiptavini að auka rými á milli sín og við munum taka annað hvert upphitunartæki úr umferð til að tryggja það.
• Pottasvæði verður lokað og önnur hver sturta í báðum klefum.
• Komið hefur verið upp verklagi þar sem allir almennir snertilfetir eru þrifnir reglulega yfir daginn með sótthreinsiefni. Viljum við biðja ykkur um að hreinsa allan búnað eftir ykkur sem og upphitunartæki.

Ef þú hefur umgengist einstakling sem er smitaður af Covid-19, ert með einkenni smits eða hefur grun um að vera jafnvel orðinn smitaður þá óskum við eftir því að þú sýnir öðrum þá virðingu að mæta ekki á æfingu fyrr en öruggt er að þú ert ekki smitaður.


Loks minnum við á mikilvægi handþvottar og mikilvægi þess að fara eftir tilmælum landlæknis og sóttvarnalæknis.

Með vinsemd og virðingu,

Sporthúsið