Menu

Umhverfið

Heimkynni CrossFit Sport eru í húsakynnum Sporthússins í Kópavogi. Umhverfið er eins og best verður á kosið og aðstæður hreint frábærar jafnt innan dyra sem utan. Góðar hlaupaleiðir eru í næsta nágrenni og úti erum við einnig með upphífuslár. Æfingar eru sérstaklega skemmtilegar á sumrin því þá erum við mikið úti við, enda gengur þá svæðið okkar jafnan undir nafninu Costa del CrossFit Sport.

AÐSTAÐAN

CrossFit Sport býður upp á tvo stóra sali með þeim tækjum og tólum sem þarf til að stunda CrossFit. Ketilbjöllur, lyftingastangir, lóð, upphífuslár og róðravélar, svo eitthvað sé nefnt.. Við höfum einnig aðgang að sal með skólahreystibraut þar sem krakkarnir og unglingar njóta sín.  Í Sporthúsinu er einnig heitur pottur og gufa þar sem hægt er að slaka á eftir góða æfingu.

Á vef Sporthússins er hægt að skoða báða salina okkar. Hér er hægt að skoða minni salinn og hér er hægt að skoða stærri salinn.

Þjálfararnir okkar

Hjá CrossFit Sport starfa frábærir þjálfarar með mikla menntun og reynslu.

Árni Freyr BjarnasonDavíð BjörnssonJames William GouldenErla GuðmundsdóttirFríða Ammendrup
Guðrún Linda Pétursdóttir WhiteheadGuðjón Kr. SigurðssonInga Sigríður HarðardóttirIngunn LúðvíksdóttirÞuríður Erla Helgadóttir

CrossFit Sport samfélagið

Já, við gerum meira en að æfa CrossFit.  Við nýtum hið frábæra húsnæði Sporthússins vel.  Þar er t.d. að finna inni-strandblaksvöll og því er starfandi strandblaksklúbbur og að sjálfsögðu fótboltaklúbbur.  Sporthúsið er einnig með á Hot Yoga sal og á sunnudögum er Foam Flex tími.  Fátt er betra eftir æfingu en að teygja vel í upphituðum salnum.

CrossFit Sportarar eru einnig duglegir við að taka sig saman utan æfingatíma. Þá er t.d. farið á Esjuna, í hjólatúr, tjaldútilegur eða bara í bústaðinn og slakað á í heita pottinum.  Við tökum iðulega saman þátt í skipulögðum viðburðum, hvort sem það eru hlaup, fjallgöngur eða eitthvað annað.  Árlega lítum við svo yfir farinn veg og höldum árshátíð. Þú finnur umræðuna um CrossFit Sport á facebook síðunni okkar og einnig á twitter @crossfitsport.

 Image block

Hvað segja viðskiptavinir okkar

Allt frá haustmánuðum ársins 2008 þegar CrossFit Sport hóf þjálfun fyrstu iðkenda sinna hafa margir hópar og hundruð einstaklinga sótt námskeiðin okkar og bætt þrek og líðan svo um munar. Fjölmargir þeirra sem byrjuðu 2008 eru enn að æfa hjá okkur. Enda er 'CrossFit fjölskyldan' eitt af því sem gerir þetta sport eitt það skemmtilegasta sem til er.

Ari Fritzson
Ég hef verið í CrossFit Sport í þrjú ár. Starfsorkan hefur margfaldast þannig að engin verk eru mér um megn, auk þess sem færni hefur stóraukist á öllum sviðum. Aðstaðan er frábær og svo er félagsskapurinn alveg meiriháttar. Ég mæli með CrossFit Sport fyrir hvern sem er. Ari Fritzson, sjúkraþjálfari
Guðrún Jóna Þráinsdóttir
Ef maður er alltaf að bíða eftir að komast í form gerist hreint ekki neitt. Best bara að drífa sig af stað...í CrossFit.Guðrún Jóna Þráinsdóttir
Magnús Salberg
Crossfit er fjölbreytt og gríðarlega skemmtilegt æfingakerfi sem allir geta fundið sig í, hvort sem fólk er í formi eða ekki. Hjá Crossfit Sport er skynsamlegri uppbyggingu blandað saman við heilbrigða samkeppni og skemmtilegan félagsskap á þann hátt að flestir sem byrja að æfa sjá miklar framfarir á stuttum tíma. Crossfit hefur gjörbreytt mínu lífi.Magnús Salberg

Líkamsrækt hjá CrossFit Sport sker sig úr

CrossFit Sport er fyrsta CrossFit stöðin á Íslandi, leiðandi í gagnrýnni hugsun og þróun á þjálfunaraðferðum CrossFit sem líkamsræktar fyrir venjulegt fólk. Framúrskarandi fagleg og persónuleg þjónusta. Heilbrigð forgangsröðun: Heilbrigði á líkama og sál kemur fyrst, líkamleg geta kemur númer tvö, glæsilegt útlit og falleg útgeislun kemur í kaupbæti! Við horfum til lengri tíma. Ef þú vilt gera líkamsrækt að lífsstíl og ert tilbúinn til að setja þér langtímamarkmið áttu erindi til okkar. Við höfnum átakshugsun, sem er í eðli sínu varasöm skammtímalausn eins og reynsla margra sýnir.

Framhald & sport
Allt að 6 æfingar á viku
Lyftingadagur á föstudögum
Aukaæfing á laugardögum eða sunnudögum
Fótbolta- og strandblaksklúbbar
Aðgangur að tækjasal og opnum tímum Sporthússins
 
Grunnnámskeið
3 æfingar á viku
4 vikur
+ 3 aukaæfingar
Markviss þjálfun
Fræðsla og ráðgjöf
Aðgangur að tækjasal og opnum tímum Sporthússins
Lesa
 
Krakkar & unglingar
3 æfingar á viku
skemmtilegt
uppbyggilegt
kröfuhart
Aðgangur að tækjasal og opnum tímum Sporthússins
Lesa
 

Endilega sendu okkur póst ef þú hefur einhverjar spurningar um námskeiðin eða annað sem tengist CrossFit Sport: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Tryggðu þér pláss á næsta grunnnámskeiðiÁ grunnnámskeiðunum okkar veitum við faglegan og traustan undirbúning fyrir framhaldsþjálfun hjá CrossFit Sport. Kennd er rétt líkamsbeiting og örugg æfingatækni. Með námskeiðinu fylgir aðgangur að tækjasal og opnum tímum Sporthússins. Skráðu þig hér!